IS / EN

Leiðbeiningar hverfisskipulagsins

Leiðbeiningar hverfisskipulagsins eru nýjung í skipulagsmálum hérlendis og eru fylgiskjöl með öllum hverfisskipulagsáætlunum borgarinnar. Þær eru grundvallaðar á stefnumörkun Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og er ætlað að leiðbeina um útfærslur á ýmsum heimildum sem fram koma í skilmálum hverfisskipulags.

Leiðbeiningarnar eru ekki tengdar einstökum hverfum eða skilmálaeiningum heldur eru þær algildar fyrir öll hverfi borgarinnar. Leiðbeiningarnar eru skýringargögn með skýringarmyndum sem fylgja skal þegar skilmálar eru nýttir.

Leiðbeiningarnar eru skýringargögn með skýringarmyndum sem fylgja skal þegar skilmálar eru nýttir.

Hverfasjá mun virka þannig að götuheiti og húsnúmer eru slegin inn. Þá birtast gildandi skipulagsskilmálar fyrir viðkomandi eign, ásamt leiðbeiningum um hvernig skuli bera sig að við að sækja um leyfi til breytinga og/eða úrbóta. Öll skipulagsgögn verða líka aðgengileg í Hverfasjánni.